eftir Guðmund Rafn Geirdal,
sjúkranuddara
Í fyrsta pistlinum mínum, Hvað er vöðvabólga, þá hafði ég ritað um að alþjóðaheitið yfir sjúkdóminn myalgia, hefði verið þýtt sem vöðvahvot innan flokkunarkerfis um sjúkdóma. Nánar tiltekið ritaði ég eftirfarandi:
“Þar sem svo vel vildi til að alþjóðlegt flokkunarkerfi sjúkdóma, sem skammstafað er ICD-10; hafði oft verið notað á slíkum skjölum frá læknum, þá kom fram að myalgia bæri flokkunarnúmer. Mig minnir að það númer sé M79.1. Ég hafði þá tekið eftir að landlæknir hafði þýtt hin alþjóðlegu heiti sjúkdóma á íslensku. Ég ákvað að nýta mér það og viti menn: Myalgia var ekki þýtt sem vöðvagigt, líkt og ég bjóst við, heldur vöðvahvot“.
Ég ákvað í gær að biðja leitarvélina google um eftirfarandi orð: vöðvahvot. Þá birtust þrjár niðurstöður. Allar þrjár skeyttu saman orðunum vöðvahvot og myalgia. Ein var Læknablaðið og önnur ICD10 kerfið.
Þegar ég var síðan að ákveða efni fyrir nýja pistla, þá áttaði ég mig á mikilvægi þess að myalgia og vöðvahvot væru nefnd í sömu andrá, því ég hafði um árabil aldrei verið fyllilega viss um hvort sú myalgia sem Robert Rountree læknir og kennari í meinafræði kenndi um, væri hið sama og íslensku orðin vöðvabólga, vöðvagigt og að lokum vöðvahvot.
Af þessum ástæðum og öðrum sem tjáir ekki að nefna, bað ég google eða gúgúl eins og ég vil íslenska það, aftur um vöðvahvot. Hér er ég því aftur kominn með niðurstöðurnar þrjár fyrir framan mig. Í fyrstu niðurstöðunni segir “… Læknablaðið … vöðvahvot (myalgia),”. Í næstu niðurstöðu, sem að hluta til sami texti en er tekinn af vefsíðu læknablaðsins, þá segir: “www.laeknabladid.is … vöðvahvot (myalgia),”. Í þriðju og síðustu niðurstöðunni segir: “ICD10 2014 … M79.1, Vöðvahvot, Myalgia,”.
Við nánari skoðun sést að tvær fyrstu niðurstöðurnar eru í raun birtingar á sama eða samhljóðs texta innan Læknablaðsins um vöðvahvot (myalgia) en á tveim vefsíðum. Því ber að líta á niðurstöðurnar sem svo að Læknablaðið telur vöðvahvot vera hina íslensku þýðingu á hinu alþjóðlega sjúkdómsheiti myalgia.
Varðandi svo þriðju og síðustu niðurstöðuna, þá varðar hún að innan ICD10 er M79.1 Vöðvahvot, Myalgia. Þessi niðurstaða er því samdóma Læknablaðinu um að vöðvahvot og myalgia eigi heim og saman.
Sé þetta svo borið saman við það sem mig minnti, þá kallaði ég hið alþjóðlega kerfi sjúkdómaheita ICD-10 en niðurstaðan kallar það ICD10. Þetta kann að vera önnur rithefð en ég sá hjá landlækni. Ég held áfram að muna eftir bandstriki á milli ICD og 10.
Jafnframt minnti mig að flokkunarnúmerið væri M79.1 og þriðja niðurstaðan ritar um hið sama. Þetta þykir mér nú nokkuð gott minni, svo ekki sé meira sagt.
Því er kominn tími á að opna niðurstöðurnar og ég byrja á þeirri fyrstu: Þá birtast upplýsingar á vefnum timarit.is um Læknablaðið, 93. árgang 2007, 1. tölublað. Megintextinn er um sérlyfjatexta og um er að ræða blaðsíður 82 og 83 innan Læknablaðsins.
Þegar ég svo rýni í hið smáa letur þá segir: “DIOVAN … STYTT SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS HEITI LYFS Diovan …. Ábendingar Háþrýstingur Meðferð við frumkomnum háþrýstingi (essential hypertension). Aukaverkanir …. Stoðkerfi og stoðvefur: Sjaldgæfar: Bakverkur, vöðvakrampar, vöðvahvot (myalgia), liðbólga” (Bls. 82 innan heimildar nr. 1).
Þetta álít ég vera nægilega sönnun þess að vöðvahvot sé hin formlega viðurkennda þýðing lækna á íslensku á alþjóðaheiti sjúkdómsins myalgia árið 2007. Það sem sannfærir mig enn frekar er að ég veit að íslenska sjúkdómsheitið háþrýstingur, sama sem of hár blóðþrýstingur, er hin formlega íslenska þýðing á alþjóðaheiti sjúkdómsins hypertension. Þar sem hypertension er innan sviga, rétt eins og myalgia, þá er ljóst að alþjóðaheitið er í báðum tilvikum innan sviga á eftir íslenska fagheitinu.
Víkur þá sögunni að niðurstöðu 2 af 3: Þá birtist framhlið Læknablaðsins en þó ekki 1. tölublað ársins 2007, heldur 11/2006. Verið gæti að sami eða sambærilegur texti birtist innan þess heftis.
Hér er um pdf skjal að ræða, eins og ráða má af vefslóðinni og ég get notað tölvumús til að fletta síðum. Þegar ég skoða efnisyfirlitið, þá giska ég á að fjallað sé um vöðvahvot (myalgia) innan fastra pistla og innan þeirra um sérlyfjatexta en þeir eru á blaðsíðu 823. Þegar ég svo fletti upp á þeirri síðu, þá kemur í ljós samfelldur texti um lyf frá og með blaðsíðu 823 til og með blaðsíðu 833. Þetta er auk þess allt með smáu letri. Það þýðir að slíkt gæti tekið tíma.
Þá datt mér í hug að athuga hvort lyfið Dovian væri þar á meðal og viti menn, á blaðsíðu 832 er fjallað um Dovian. Þar segir nánar tiltekið: “… vöðvakrampar, vöðvahvot (myalgia), liðbólga” (bls. 832 innan heimildar nr. 2). Þetta þýðir í raun að tvö hefti Læknablaðsins endurtaka sama sannleikann og ég fæ þetta frá tveim mismunandi vefsíðum. Sumir gætu þá sagt að um tvær aðgreindar heimildir sé að ræða en um þetta má deila. Þetta er þó betra ef eitthvað er.
Þá vindur sögunni að google niðurstöðu 3 af 3: Þá birtist eftirfarandi: “Internal Server Error” (heimild nr. 3). Ég gæti snarað þessu sem innri vefþjóns villa. Þó svo að ég geti ekki vitnað til þess að vöðvahvot sé hið sama og myalgia innan vefslóðarinnar, þá ætla ég að lista þetta sem heimild eftir sem áður, því í nafni slóðarinnar sést eftirfarandi: “…ICD10…”. Hér var því verið að fjalla um ICD-10 kerfið.
Þá gat ég lesið í þriðju niðurstöðunni hér að framan, áður en ég svo smellti á hana til að opna hana að saman fer ICD10, M79.1, vöðvahvot og myalgia. Gróft tiltekið er ég því með þrjár staðfestingar á að myalgia sé formlega þýtt á íslensku sem vöðvahvot. Allt þá er þrennt er, segir máltækið.
Heimildaskrá:
- https://timarit.is/page/6195643#page/n81/mode/2up
- file:///C.:/Users/sjukr/AppData/Local/Temp/u01-3.pdf
- documents.norddrg.net/attachments/download/530/Kopia av ICD10_2014_flokkarann2015.xls
Ritun lokið kl. 23:09 þann 12.3.2020.
Yfirlestri lokið kl. 23.:24 þ. 12.3.20.
GRG/- – –